Arnór Ingvi á leið til Rapid Vín

Arnór Ingvi Traustason, landsliðmaður í knattspyrnu er á leið til Rapid Vín, en liðið hefur verið á eftir Arnóri Ingva undanfarna mánuði.
Samkvæmt fotbolti.net verður kaupverðið í kringum tvær milljónir evra. Norrköping hefur aldrei selt leikmann fyrir jafnháa fjárhæð.
Hinn 23 ára gamli Arnór Ingvi steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Keflavík en í fyrra var hann í stóru hlutverki þegar Norrköping varð sænskur meistari.