Nýjast á Local Suðurnes

Sigur hjá Njarðvík í fyrsta leik

Njarðvíkingar unnu Hött á Egilsstöðum í fyrsta leik sínum í annari deildinni í knattspyrnu í gær. Hattarmenn settu boltann í eigið mark í uppbótartíma, eftir mikinn baráttuleik.

Guðmundur Steinarsson, þjálfari Njarðvíkinga var ánægður með sigurinn:

Okkar leikplan gekk virkilega vel upp í dag, það endaði með því að Hattarmenn settu boltann í eigið net eftir góða pressu frá okkur á lokasekúndum leiksins. Þannig að 3 stig og við ánægðir með okkar leik. Sagði Guðmundur á heimasíðu Njarðvíkinga.