Nýjast á Local Suðurnes

Notaði lúalegt bragð til að stöðva skyndisókn Keflavíkur – Sjáðu myndbandið!

Það þarf stundum að beita br-gðum til að stöðva Anítu þegar hún er komin á ferðina

Fjölnir og Keflavík áttust við í Borgunarbikar kvenna í gær en um hörkuleik var að ræða, þar sem ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og heldur ekki í framlengingunni sem fylgdi í kjölfarið.

Því var gripið til þess ráðs að efna til vítaspyrnukeppni eins og venjan er, en þar höfðu Fjölnisstúlkur betur og Keflavík því úr leik.

Umtalaðasta atvik leiksins átti sér hins vegar stað fyrr í leiknum. Keflavík var að bruna í sókn þegar leikmaður Fjölnis notaði heldur vafasama aðferð við að stöðva andstæðing sinn. Hún greip í hár leikmanns Keflavíkur, en annars ágætur dómari leiksins, Ásbjörn Sigþór Snorrason, sá þó ekki ástæðu til að gefa rautt spjald, sem flestir hefðu talið réttan dóm. Hann sýndi leikmanni Fjölnis þess í stað gula spjaldið.

Eins og flest annað í heiminum náðist atvikið á myndband sem sjá má hér.