Nýjast á Local Suðurnes

Nýr vefur Reykjanesbæjar einn af bestu sveitarfélagavefjum landsins

Vefur Reykjanesbæjar þykir einn af fimm bestu vefjum landsins, ásamt vefsíðum Akureyrar, Reykjavíkurborgar, Fljótsdalshéraðs og Kópavogs, samkvæmt úttekt á vefjum íslenskra sveitarfélaga, ríkisstofnana, vefjum opinberra hlutafélaga og annarra fyrirtækja sem fram fer annað hvert ár undir yfirskriftinni Hvað er spunnið í opinbera vefi?

Nýr vefur Reykjanesbæjar var settur í loftið í lok október á síðasta ári og unninn af Stefnu Hubúnaðarhúsi, sem staðsett er á Akureyri. Vefurinn var unninn að undangengnu útboði þar sem sex hugbúnaðarfyrirtækjum var gefinn kostur á að taka þátt. Suðurnesjafyrirtækið Kosmos & Kaos var eitt þeirra fyrirtækja sem tók þátt í útboðinu og voru forsvarsmenn fyrirtækisins ekki sáttir við vinnubrögð Reykjanesbæjar varðandi útboðið.