Nýjast á Local Suðurnes

Leggja 7 milljarða í stækkun gagnavers

Verne Global hyggst stækka gagnaver sitt í Reykjanesbæ fyrir 50 milljónir dala eða sem nemur tæpum sjö milljörðum króna. Stækkunin á 16 hektara gagnaverinu á að bæta afkastagetu um 10 megavött, að því er kemur fram tilkynningu félagsins, sem birt er á vef Viðskiptablaðsins. Fjárfesting er fjármögnuð af D9, nýjum eigendum Verne Global.

Í byrjun september var tilkynnt um að Digital 9 Infrastructure (D9) hafi fest kaup á Verne Global fyrir 231 milljón punda, eða um 40,7 milljarða króna.