Nýjast á Local Suðurnes

Stutt í hjóla­leið frá höfuðborg­ar­svæðinu að flug­stöðinni

Vega­gerðin hefur lagt um 2 millj­arða króna í upp­bygg­ingu hjóla- og göngu­stíga á undanförnum áratug og gert ráð fyr­ir um 150-350 millj­óna fjár­veit­ing­um í þenn­an mála­flokk ár­lega á kom­andi árum, en við bæt­ist svo fjár­veit­ing sveit­ar­fé­lag­anna, sem greiða helming kostnaðar á móti.

Þetta kom fram á morgunverðarfundi Vegagerðarinnar í morgun. Þar kom einnig fram að á Suðurnesjum hafi verið lagðir um 25 kílómetra stígar á undanförnum árum, sá lengsti meðfram Grindavíkurvegi, 12 kílómetrar en auk þess hafa verið lagðir stígar í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum.

Þá kom fram á fundinum að stefnt sé á að tengja stígakerfi Innri – Njarðvíkur við stíginn við Grindavíkurveg og svo þann stíg við stíg sem liggur meðfram Vogavegi. Þá verður lagður stígur frá Hafnarfirði að Álverinu í Straumsvík.

Einnig kom fram á fundinum að nokkuð stutt væri í að góð hjóla­leið verði kom­in frá höfuðborg­ar­svæðinu að flug­stöðinni.