Nýjast á Local Suðurnes

Ganga á Þorbjarnarfell í kvöld – Taktu þátt og þú gætir unnið flott verðlaun

Í síðastu gönguferð Reykjanesgönguferða þetta sumarið verður Gengið verður upp Gyltustíg í Þorbjarnarfelli, í toppi fjallsins verður gengið í gegnum tilkomumiklar gjár, komið verður niður við skógræktina á Baðsvöllum þar sem rúta bíður hópsins. Gangan tekur 2 – 3 klst og hefur erfiðleikastigið tvær stjörnur. Leiðsögumaður verður Rannveig Garðarsdóttir.

Þeir sem taka þátt í göngunni, eða hafa tekið þátt í öðrum göngum hópsins í sumar eiga möguleika á að vinna flott verðlaun í leik sem fram fer á Facebook-síðu gönguhópsins, en hægt er að næla sér í þriggja rétta máltíð á LAVA fyrir tvo, úlpu frá 66 Norður eða húðvörupakka frá Bláa lóninu. Á Facebook-síðunni er einnig hægt að nálgast allar upplýsingar um þessa síðustu göngu sumarsins.