Nýjast á Local Suðurnes

WOW-air og Flugfélag Íslands aflýsa ferðum frá Keflavíkurflugvelli

Isavia bendir farþegum, sem eiga bókuð flug í dag, á að fylgjast vel með tilkynningum frá flugfélögum, þar sem búast megi við að flugferðum verði seinkað eða þeim aflýst vegna veðurs. WOW-air hefur þegar aflýst þremur ferðum til Bandaríkjana, sem voru á áætlun klukkan rúmlega 15 í dag.

Þá hefur Flugfélag Íslands aflýst ferð sem fyrirhuguð var á Akureyri í dag, en um er að ræða fyrstu ferð félagsins frá Keflavík til Akureyrar.