Nýjast á Local Suðurnes

Leikmenn og þjálfarar Grindavíkur og KR borguðu sig inn

Leik­menn og þjálf­ar­ar bæði Grinda­vík­ur og KR greiddu fyr­ir miða inn á leik­inn sem liðin spiluðu í Grinda­vík í fyrrakvöld, í Dom­in­os-deild karla í körfu­bolta.

All­ur ágóði af miðasöl­unni renn­ur óskert­ur til fjöl­skyldu Ölmu Þall­ar Ólafs­dótt­ur sem lést í bíl­slysi á Grinda­vík­ur­vegi í síðustu viku, og vildu leik­menn og þjálf­ar­ar sýna sinn stuðning eins og aðrir sem mættu á leik­inn í gær.

KR hafði sigur í leiknum eftir gríðarlega spennandi lokasekúndur, 80-78.