Nýjast á Local Suðurnes

Arnar látinn taka pokann sinn

Knattspyrnudeild Njarðvíkur og Arnar Hallsson, þjálfari meistaraflokks karla, hafa komist að samkomulagi um starfslok Arnars hjá félaginu. Arnar kom að krafti inn í Njarðvík í september sl. með spennandi hugmyndir fyrir félagið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, en þar segir einnig að Njarðvík hafi ætlað sér stóra hluti á tímabilinu en stjórn og Arnar eru sammála því að árangur liðsins hafi ekki staðið undir væntingum það sem af er sumri. Í ljósi stöðunnar telur stjórn deildarinnar það nauðsynlegt að gera breytingar.

Ákvörðun sem þessi er bæði þung og erfið en við viljum nýta tækifærið til þess að þakka Arnari fyrir sitt framlag til félagsins. Arnar er hreinn og beinn og hefur samstarfið við Arnar verið heiðarlegt frá fyrsta degi. Þrátt fyrir stuttan tíma hefur hann skilið margt eftir sig hjá félagi sem er á uppleið, segir í tilkynningunni.

Þá er Arnari þakkað fyrir samstarfið og óskað velfarnaðar í sínum verkefnum.