Nýjast á Local Suðurnes

Taka upp skiptimiðakerfi í strætó

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í gær að tekið verði upp skiptimiðakerfi í almenningssamgöngum í Reykjanesbæ. Eins og sakir standa kostar stök ferð í strætó 300 krónur og verður að greiða þá upphæð þar sem ekki er skiptimynt í bílunum. Þá er tekið við árskortum sem kosta 5.000 krónur.

Árni Sigfússon og Böðvar Jónsson, fulltrúar Sjálfstæðisflokks í bæjarráði nýttu tækifærið og ítrekuðu andstöðu sína við gjaldtöku í almenningssamgöngum í Reykjanesbæ og sátu hjá við afgreiðslu málsins, sem var samþykkt með atkvæðum meirihlutans þar sem Kristinn Þór Jakobsson ítrekaði jafnframt andstöðu sína við gjaldtökuna.