Nýjast á Local Suðurnes

Jólahús Reykjanesbæjar við Borgarveg

Keppnin um jólahús Reykjanesbæjar var ansi hörð í þetta skiptið, og mörg hús sem komu til greina en að þessu sinni er það Borgarvegur 20 sem hlýtur nafnbótina jólahús Reykjanesbæjar 2023.

Eigendur hússins eru þau Harpa Guðmundsdóttir og Einar Guðmundsson. Jólahúsið að Borgarvegi hefur verið einstaklega fallega skreytt til margra ára og var menningar- og atvinnuráð, sem sá um valið eftir ábendingar frá íbúum, sammála um að húsið kallaði svo sannarlega fram „VÁ faktorinn“ hjá þeim sem það sæju, segir í frétt á vef Reykjanesbæjar.

Það var Þórdís Ósk Helgadóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs sem færði eigendum jólahússins viðurkenningu frá Húsasmiðjunni og Reykjanesbæ í Aðventugarðinum á Þorláksmessukvöld