sudurnes.net
Jólahús Reykjanesbæjar við Borgarveg - Local Sudurnes
Keppnin um jólahús Reykjanesbæjar var ansi hörð í þetta skiptið, og mörg hús sem komu til greina en að þessu sinni er það Borgarvegur 20 sem hlýtur nafnbótina jólahús Reykjanesbæjar 2023. Eigendur hússins eru þau Harpa Guðmundsdóttir og Einar Guðmundsson. Jólahúsið að Borgarvegi hefur verið einstaklega fallega skreytt til margra ára og var menningar- og atvinnuráð, sem sá um valið eftir ábendingar frá íbúum, sammála um að húsið kallaði svo sannarlega fram „VÁ faktorinn“ hjá þeim sem það sæju, segir í frétt á vef Reykjanesbæjar. Það var Þórdís Ósk Helgadóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs sem færði eigendum jólahússins viðurkenningu frá Húsasmiðjunni og Reykjanesbæ í Aðventugarðinum á Þorláksmessukvöld Meira frá SuðurnesjumVerðlaun veitt fyrir best skreytta húsið og götunaÓska eftir tillögum að jólahúsiFlaggað gegn fordómum í GrindavíkÞökkuð vel unnin áratuga störfDagbjörg dælir nesti í viðbragðsaðila – Þakklátar fyrir styrki frá fyrirtækjumHér verður Búllan staðsett – Átt þú inni borgara?Soho spornar gegn matarsóun – Það sem til fellur fer í gott málefniHeitt í kolunum við eldstöðvarnar – Skelltu sér í sleik í beinniSkessuskokk á laugardagEinfalt og hollt – Fiskur og franskar á 20 mínútum!