Nýjast á Local Suðurnes

Íbúar fá tveggja sólarhringa fyrirvara þegar ofn USi verður ræstur

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Gert er ráð fyrir að íbúum Reykjanesbæjar verði tilkynnt með tveggja sólarhringa fyrirvara um endurræsingu ljósbogaofns kísilvers United Silicon í Helguvík. Enn er þó óvíst hvenær af endurræsingunni verður.

Þetta kemur fram í svari Sigrúnar Ágústsdóttur sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun við fyrirspurn Vísis, en stofnunin er um þessar mundir að yfirfara endurræsingaráætlun United Silicon sem fyrirtækið vann í samráði við norska ráðgjafa sem fengnir voru til að komast að því hvað veldur ólykt sem stafar frá kísilverinu.