Nýjast á Local Suðurnes

Fundað um áframhaldandi vopnaða gæslu í FLE

Full­trúar lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um, rík­is­lög­reglu­stjóra og inn­an­rík­is­ráðuneyt­is munu í dag funda um þörf­ina fyr­ir áfram­hald­andi vopnaða gæslu á Kefla­vík­ur­flug­velli. Vopnaðir sérsveitarmenn hafa verið við gæslu í flugstöðinni frá því í síðustu viku í kjöl­far hryðju­verk­anna í Brus­sel í Belg­íu.

„Það verður farið yfir málið og það skoðað út frá því áhættumati sem verður fyr­ir­liggj­andi,“ seg­ir Ólaf­ur Helgi Kjart­ans­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um í samtali við mbl.is.

Fram kemur í frétt mbl.is að sex vopnaðir lög­reglu­menn og sér­sveit­ar­menn hafi verið við gæslu á Kefla­vík­ur­flug­velli, ásamt sér­sveit­ar­manni með sprengju­leit­ar­hund eft­ir því sem við hef­ur átt.