Nýjast á Local Suðurnes

Ljúfir tónar og góðgæti á Erlingskvöldi Bókasafns Reykjanesbæjar

Erlingskvöld verður fimmtudaginn 31. mars í Bókasafni Reykjanesbæjar. Húsið opnar klukkan 19.45 með ljúfum tónum og smá góðgæti fyrir gesti. Dagskráin er ekki af verri endanum að þessu sinni og hefst klukkan 20.00.

Söngvaskáld Suðurnesja – tónleikaröð sem miðar að því að kynna ríkan tónlistararf Suðurnesja í tali og tónum. Söngvari er Elmar Þór Hauksson og á píanó Arnór B. Vilbergsson. Kynnir er Dagný Gísladóttir.

Hugarfrelsi – Þær Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir höfundar bókarinnar Hugarfrelsi verða fyrstar til leiks. Erindi þeirra er byggt á einföldum og gagnlegum aðferðum til að takast á við, aukna einbeitingu, jákvæðari hugsanir og sterkari sjálfsmyndar.

Vertu úlfur – Héðinn Unnsteinsson höfundur bókarinnar Vertu úlfur les úr bókinni og ræðir um geðheilbrigði, málefni sem hann hefur unnið við í um 25 ár.