Nýjast á Local Suðurnes

Lottóvinningur kvöldsins til Suðurnesja

Einn heppinn miðahafi var með allar tölur réttar í Lottói kvöldsins og fær 7,7 milljónir króna í vinning. Miðinn var keyptur í söluturninum Bitanum við Aðalgötu í Reykjanesbæ.

Þá var einn miði með bónustöluna rétt og fær 339 þúsund krónur, sá miði var aftur á móti keyptur í Hamraborg á Ísafirði, segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá.