Nýjast á Local Suðurnes

Hafa áhyggjur af fjölda barna sem eru á bak við tölur um fjárhagsaðstoð

Velferðarráð Reykjanesbæjar hefur miklar áhyggjur af þeim fjölda barna sem eru á bak við tölur um fjárhagsaðstoð og telur brýnt að lögð verði áhersla á úrræði fyrir barnafjölskyldur. Sveitarfélagið veitti fjárhagsaðstoð til 77 heimila sem á bjuggu samtals 175 börn í maímánuði.

Í maí fengu 364 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 52.230.788 eða að meðaltali kr. 143.491,- Sveitarfélagið fær endurgreiðslu frá ríkinu að upphæð kr. 34.551.791 samkvæmt 15.gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Í sama mánuði 2022 fengu 243 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 33.049.917 eða að meðaltali kr. 136.007,-