Nýjast á Local Suðurnes

Valgerður hlaut Súluna

Afhending Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar fyrir árið 2019 fór fram við hátíðlega athöfn í Duus Safnahúsum í gærkvöldi.

Að þessu sinni hlaut verðlaunin Valgerður Guðmundsdóttir fyrrum menningarfulltrúi Reykjanesbæjar fyrir framlag sitt til eflingar og uppbyggingar menningarlífs í bænum.

Verðlaunagripurinn er silfursúla eftir listakonuna Elísabet Ásberg. Verðlaunin eru veitt þeim sem stutt hafa vel við menningarlíf sveitarfélagsins og var þetta í tuttugasta og þriðja sinn sem Súlan var afhent.