Nýjast á Local Suðurnes

Undir áhrifum með hvarfakúta og bílvél inni í bílnum

Nokkr­ir hvarfa­kút­ar og hluti úr bíl­vél fund­ust í bif­reið sem lög­regl­an á Suður­nesj­um stöðvaði við hefðbundið eft­ir­lit á Reykja­nes­braut í vik­unni. Talið er að um þýfi sé að ræða.

Ökumaður­inn var grunaður um fíkni­efna­akst­ur og voru sýna­tök­ur á lög­reglu­stöð já­kvæðar á am­feta­mínn­eyslu. Þá var hann með hníf í fór­um sín­um sem var hald­lagður.

Fá­ein­ir öku­menn til viðbót­ar voru tekn­ir úr um­ferð vegna gruns um fíkni­efna­akst­ur. Þá var lög­reglu til­kynnt um að brot­ist hefði verið inn í bif­reið og þaðan stolið ýms­um mun­um. Var meðal annars um að ræða mott­ur, vara­dekk og þokuljós.