Nýjast á Local Suðurnes

HS Orka fékk hæstu einkunn orkufyrirtækja í Íslensku ánægjuvoginni

Ás­geir Mar­geirs­son, for­stjóri HS Orku ásamt öðrum verðlaunahöfum

Í dag voru niður­stöður Íslensku ánægju­vog­ar­inn­ar 2015 kynnt­ar og er þetta sautjánda árið sem ánægja viðskipta­vina ís­lenskra fyr­ir­tækja er mæld með þess­um hætti.

HS Orka fékk hæstu ein­kunn raforkufyr­ir­tækja með 59,5 stig, en ekki var mark­tæk­ur mun­ur til staðar á HS Orku og Orku Náttúrunnar sem var í öðru sæti með 58,8 stig. Veitt er viður­kenn­ing þeim fyr­ir­tækj­um sem eru með töl­fræðilega mark­tækt hæstu ein­kunn­ina í viðkom­andi at­vinnu­grein, þ.e. þar sem segja má með 95% vissu að viðskipta­vin­ir fyr­ir­tæk­is­ins með hæstu ein­kunn­ina séu að jafnaði ánægðari en viðskipta­vin­ir fyr­ir­tæk­is­ins með næst hæstu ein­kunn­ina.

Að þessu sinni eru niður­stöður birt­ar fyr­ir 19 fyr­ir­tæki í 6 at­vinnu­grein­um og byggja niður­stöður á 329 til 1178 svör­um viðskipta­vina hvers fyr­ir­tæk­is. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Stjórnvísi, sem sér um mælinguna.