Nýjast á Local Suðurnes

Hvassviðri og rigning framundan

Veðurstofa hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland, þar með talið Suðurnesjasvæðið, fyrir morgundaginn. Gert er ráð fyrir hvassviðri og rigningu.

Suðaustan hvassviðri, 13-20 m/s, og rigning. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 25 m/s, einkum á Kjalarnesi og við Hafnarfjall. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Ekkert útivistarveður verður á meðan veðrið gengur yfir, segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.