Nýjast á Local Suðurnes

Sigurður besti þjálfarinn og Sigmundur besti dómarinn

KKÍ og Dominos veittu í dag viðurkenningar fyrir bestu framistöðu fyrri umferðar Dominos-deildarinnar í körfuknattleik 2015-16, þá voru kynnt úrvalslið deildarinnar í kvenna- og karlaflokki.

Sigurður Ingimundarson þjálfari efsta liðs deildarinnar, Keflavíkur, var valinn besti þjálfarinn, enda árangur liðsins mun betri en spár gerðu ráð fyrir. Njarðvíkingurinn Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómari fyrri umferðarinnar.

Þeir Valur Orri Valsson úr Keflavík og Haukur Helgi Pálsson úr Njarðvík voru valdir í úrvalslið fyrri umferðar. Þá var Grindavíkurmærin Lilja Ósk Sigmarsdóttir valin dugnaðarforkur fyrri umferðarinnar í kvennaboltanum.