Fóru ekki eftir fjárheimildum varðandi umfang bæjarhátíðar – Milljóna króna aukakostnaður

Bæjarráð Grindavíkurbæjar harmar að ekki hafi verið farið eftir fjárheimildum hvað varðar umfang Sjóarans síkáta en umframkeyrslan er um sjö milljónir króna.
Bæjarráð ræddi málið á síðasta fundi, en þar kom fram að slíkar framúrkeyrslur eru óheimilar án undangenginnar beiðni um viðauka.
Þá kom fram í umræðum um hátíðina að rétt sé að nýráðinn sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs muni að leiða vinnu um framtíðarskipulag hátíðarinnar í samvinnu við frístunda- og menningarnefnd og bæjarráð.