Nýjast á Local Suðurnes

Glæfraakstur litinn alvarlegum augum – Bílstjórinn áminntur

Það hefur verið af nægu að taka hjá samfélagsmiðladeild Icelandair undanfarinn sólarhring eða svo, en fjöldi fólks sá ástæðu til að deila fréttum af glæfraakstri bílstjóra á vegum flugfélagsins á Fésbókarsíðu fyrirtækisins.

Í svörum við fyrirspurnum á Fésbókarsíðu Icelandair kemur fram að fyrirtækið líti málið alvarlegum augum, að málið hafi verið rannsakað innan fyrirtækisins og að umræddur bílstjóri hafi þegar verið áminntur. Þá kemur fram í upphaflegri færslu Hrafnhildar Emmy Runólfsdóttur að fyrirtæið hafi haft samband við hana og tjáð henni að tekið verði á málinu með viðeigandi hætti.

Færslu Hrafnhildar og umræðurnar, sem eru ansi líflegar, má sjá hér fyrir neðan.