Nýjast á Local Suðurnes

Ingvar E. Sigurðsson fer á kostum í nýju myndbandi Of Monsters and Men

Stórleikarinn Ingvar E. Sigurðsson kemur fram í nýju textamyndbandi Of Monsters and Men við lagið Thousand Eyes. Hljómsveitin hefur verið afar dugleg við að senda frá sér textamyndbönd við lög af nýju plötunni Beneath the Skin sem kom út fyrr á árinu.

Fyrir nokkrum misserum sendu þau frá sér textamyndband við lagið Empire þar sem aðdáendur sveitarinnr fengu tækifæri til að taka þátt. Fyrsta textamyndband hljómsveitarinnar skartaði Sigga Sigurjóns og er við lagið Crystals, síðan þá hafa þau gefið út nokkur svipuð myndbönd.

Myndbandið með Ingvari má sjá hér fyrir neðan.