Nýjast á Local Suðurnes

Of Monsters and Men keppir við Rolling Stones um Grammy verðlaun

Hljómsveitin Of Monsters and Men er tilnefnd til bandarísku Grammy-verðlaunanna fyrir plötu sína Beneath the Skin í flokki umbúðahönnunar á viðhafnarútgáfum og keppir þar við ekki ómerkari hljómsveitir en Rolling Stones, Grateful Dead og Father John Misty.

Þetta er í 58. skipti sem hátíðin fer fram en að þessu sinni verða Grammy verðlaunin afhent við hátíðlega athöfn í Los Angeles þann 15. febrúar 2016. Hátíðinni verður að venju sjónvarpað beint á CBS sjónvarpsstöðinni.

Of Monsters and Men eru um þessar mundir á tóleikaferðalagi um Bandaríkin sem stendur til 17. desember, hljómsveitin kemur meðal annars fram í Austin í Texas, Los Angeles í Kaliforniu og Tulsa ó Oklahomafylki.