Nýjast á Local Suðurnes

OMAM hjá Jimmy Kimmel – Myndband!

Hljómsveitin Of Monsters And Men, sem er um þessar mundir á ferð og flugi um Bandaríkin, heldur áfram að gera það gott, hljómsveitin kom fram í beinni útsendingu í einum vinsælasta spjallþættinum vestanhafs, hjá sjálfum Jimmy Kimmel.

Hljómsveitin flutti lagið Wolves Without Teeth sem er að finna á plötunni Beneath the Skin, sem kom út í fyrra. Afraksturinn má sjá hér.