Nýjast á Local Suðurnes

Helmingur óánægður með þjónustu HSS

Viðhorf þeirra sem þiggja heilbrigðisþjónustu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er almennt jákvætt þegar horft er til einstakra deilda og þjónustuþátta, en er síður jákvætt þegar horft er til stofnunarinnar í heild.

Þetta kemur fram í niðurstöðum þjónustukönnunar sem Capacent gerði fyrir HSS fyrr í vetur, en Halldór Jónsson forstjóri kynnti niðurstöðurnar á starfsmannafundi í lok janúar.

Alls tóku 837 þjónustuþegar á Suðurnesjum þátt í könnuninni sem var framkvæmd með netkönnun og með úthringingum. Þátttakendur voru á aldrinum 18 til 75 ára og skiptust hlutfallslega jafnt eftir kynjum, aldri og búsetu. Ekki var marktækur munur á svörum þegar litið var til þeirra þátta.

Kynning: Magninnkaup á humri – Miklu ódýrara!

Í niðurstöðum könnunarinnar kemur meðal annars fram að þátttakendur voru fyrst spurðir að ánægju með þjónustu HSS í heild. Þar var réttur helmingur sem var óánægður eða mjög óánægður með þjónustuna og meðaleinkunn var 2,57 af 5 mögulegum.

Eftir það var spurt um einstaka þjónustuþætti, sem fengu allir hærri meðaleinkunn meðal þátttakenda.