Nýjast á Local Suðurnes

Fljúga til Íslands frá sex flugvöllum í Bretlandi – Norðurljósin vinsæl

Fyrsti hópur ferðamanna breska flugfélagsins Jet2.com og ferðaskrifstofunnar Jet2CityBreaks kom til Keflavíkurflugvallar frá Glasgow í Skotlandi í dag. Þetta var fyrsta skipulagða ferð félaganna til Íslands, þar sem viðskiptavinir nýttu sér einstakt tækifæri til að sjá hin mögnuðu norðurljós í fjögurra nátta ferð.

Flugið í dag markar upphaf 12 ferða flugáætlunar í vetur frá fimm flugvöllum í Bretlandi, þ.e. Birmingham, Glasgow, Leeds Bradford, Manchester og Newcastle, í febrúar og mars.

Vegna mikilla vinsælda þessara ferða mun félagið bjóða upp á 32 ferðir frá sex flugvöllum til Íslands til að sjá norðurljósin veturinnn 2019 til 2020, meira en tvöfalt fleiri ferðir en í vetur, þar á meðal 12 ferðir í október/nóvember og 20 ferðir frá febrúar til apríl.