Nýjast á Local Suðurnes

Samverustund fyrir syrgjendur í Ytri-Njarðvíkurkirkju

Samverustund fyrir syrgjendur verður haldin í Ytri-Njarðvíkurkirkju þann 14. desember næskomandi. Samkoman verður í umsjá þjónandi presta á Suðurnesjum og mun Stefán H. Kristinsson leika á orgel kirkjunnar. Samverustundin hefst klukkan 20.

Þá verður Aðventusamkoma þann 17. desember kl. 17. Fram koma meðal annara Már Gunnarsson sem leikur meðal annars eigin lög, Karitas Harpa syngur, kór kirkjunnar syngur og leiðir söng við undirleik Stefáns Helga Kristinssonar organista ásamt fleiri atriðum.

Frítt er inn og allir velkomnir á báðar samkomurnar.