Nýjast á Local Suðurnes

Ríkið tryggir fjármagn í viðbyggingu FS og nýjar námsbrautir Keilis – Skoða málefni HSS

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur þegar tryggt fjármagn í nýjar námsbrautir í Keili auk þess sem búið er að tryggja fjármagn í nýja viðbyggingu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þá er til skoðunnar að bæta þjónustu Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja tim muna, meðal annars með lengri opnunartíma.

Þetta kom fram í svari Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í svari við fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar á Alþingi í dag.

“Við vorum sérstaklega spurð hvort það stæði og það stendur að sjálfsögðu að við munum halda ótrauð áfram með þá framkvæmd. Einnig er ráðherrann búinn að vera að fara yfir námsframboð af hálfu bæði Keilis, Fisktækniskólans, Fjölbrautaskólans á Suðurnesjum og Símenntunar Suðurnesja auk Þekkingarseturs Suðurnesja til að fara yfir hvernig megi bregðast við því að auka þá enn frekar námsframboð á Suðurnesjum.” Sagði Katrín.

“Heilbrigðisráðherra hefur óskað eftir tillögum frá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og landlækni í ljósi þess að lýðheilsuvísar benda til þess að huga þurfi sérstaklega að þeim málum á svæðinu en það sem þar hefur verið til skoðanir er hvort styrkja þurfi sérstaklega og bæta við hjúkrunarfræðingum í skólum á svæðinu, sálfræðiþjónustu og mögulega lengja afgreiðslutíma heilsugæslunnar.” Sagði forsætisráðherra einnig.