Yfir þúsund manns í einangrun eða sóttkví

Alls eru 1023 einstaklingar í sóttkví eða einangrun vegna Covid 19 á Suðurnesjum samkvæmt uppfærðum tölum á vef Landlæknis og Almannavarna, covid.is.
Einangrun sæta 546 einstaklingar, sem er fjölgun um 85 frá því í gær. 477 eru í sóttkví. Alls eru 8.641 er í einangrun, á landinu öllu sem er fjölgun um 704 á milli daga. Þá eru 6.940 í sóttkví á landinu.