Nýjast á Local Suðurnes

MG 10 leggur skóna á hilluna eftir 19 ár í fremstu röð

Magnús, til hæri á myndinni, hefur átt afar farsælan feril

Bakvörðurinn Magnús Þór Gunnarsson greindi frá því í dag að hann ætlaði sér að leggja skóna á hilluna fyrir þetta tímabil eftir 19 ára feril í efstu deild á Íslandi og í Danmörku.

Magnús lék lengst af með Keflavík, en hann lék einnig með Njarðvík, Aabyhøj í Danmörku, Grindavík og nú síðast Skallagrím í Borgarnesi.

Magnús vann í heildina 3 bikarmeistaratitla og 5 Íslandsmeistaratitla með Keflavík – Þá lék Magnús 76 landsleiki fyrir Íslands hönd og var á sínum tíma einnig fyrirliði þess liðs.