Nýjast á Local Suðurnes

Þróttarar hefja knattspyrnutímabilið á laugardag – Leika í Reykjaneshöll

Meistaraflokkur Þróttar í Vogum undirbýr sig af fullum krafti fyrir 3. deildina í knattspyrnu en liðið komst sem kunnugt er upp um deild, í fyrsta skipti í sögu félagsins, eftir frábært tímabil í 4. deildinni síðastliðið sumar. Fyrsti mótsleikur Þróttar á þessu tímabili fer fram í Reykjaneshöllinni á laugardag þegar liðið hefur leik á Fótbolta.net mótinu.

Þróttarar fá lið Knattspyrnufélags Rangæinga, KFR, í heimsókn. Rangæingar leika einnig í 3. deildinni, þannig að það verður áhugavert að fylgjast með þessum fyrsta leik Þróttar á tímabilinu.

Leikurinn fer eins og áður segir fram í Reykjaneshöllinni á laugardaginn og hefst klukkan 17.20. Fyrir þá sem vilja koma sér í gírinn fyrir leikinn er tilvalið að kíkja í Vogana í getraunakaffi knattspurnudeildarinnar á milli kl. 11-13 og gæða sér á ný-möluðu kaffi að hætti Þróttara.