Nýjast á Local Suðurnes

Margverðlaunaður leikmaður á leið til Keflavíkur

Monica Wright mun koma til með að leika með Keflavík í körfunattleik næstu misserin en hún verður komin með leikheimild þegar hún kemur til landsins á þriðjudag, þettta staðfesti stjórn Keflavíkur við Karfan.is nú rétt áðan.

Monica er margverðlaunaður WNBA leikmaður sem er á mála hjá liði Seattle Storm. Koma hennar er liður í endurhæfingu hennar þar sem að hún er að koma tilbaka úr erfiðum meiðslum á hné og þarf að komast í leikform.  Jenny Boucek sem lék með Keflavík hér forðum daga er þjálfari liðs Seattle Storm og er koma Monica í gegnum tengsl Boucek við Keflavík.

Nokkuð ljóst þykir að koma hennar til landsins er ekki bara hvalreki fyrir Keflavík heldur fyrir áhugamenn um körfuknattleik almennt, segir á karfan.is og verður fróðlegt að fylgjast með spilamennsku hennar.