Nýjast á Local Suðurnes

Eldur kom upp í Röstinni

Mynd: Skjáskot / Já.is

Bruna­varn­ir Suður­nesja voru kallaðar út í nótt vegna elds í Röst­inni í Reykja­nes­bæ, en um er að ræða gam­alt frysti­hús sem hef­ur verið breytt í íbúðir. Húsnæðið var rýmt, en tæplega 30 manns búa í húsinu, flestir af erlendu bergi brotnir, en það hafði ekki áhrif á gang rýmingarinnar.

Slökkviliði gekk greiðlega að slökkva eld­inn og var íbú­um aft­ur hleypt inn í morg­un.