Eldur kom upp í Röstinni

Brunavarnir Suðurnesja voru kallaðar út í nótt vegna elds í Röstinni í Reykjanesbæ, en um er að ræða gamalt frystihús sem hefur verið breytt í íbúðir. Húsnæðið var rýmt, en tæplega 30 manns búa í húsinu, flestir af erlendu bergi brotnir, en það hafði ekki áhrif á gang rýmingarinnar.
Slökkviliði gekk greiðlega að slökkva eldinn og var íbúum aftur hleypt inn í morgun.