Nýjast á Local Suðurnes

Landsliðsþjálfari Austurríkis stjórnar Vogabúum í bikarkeppni HSÍ

Þróttarar hafa stillt upp skemmtilegu liðið í gegnum árin

Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis mun stjórna liði Þróttar Vogum í handknattleik, sem mætir Gróttu í Coca-Cola bikarnum í kvöld. Logi Geirsson, Þórir Ólafsson og Bjarki Sigurðsson verða á meðal leikmanna í liðinu, en Þróttarar hafa undanfarin ár mætt með skemmtilegt lið til leiks í bikarnum.

Í markinu verður fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson. Hornamenn verða Þórir Ólafsson, Einar Örn Jónsson og Stefán Baldvin Stefánsson.

Í hópi útileikmanna eru menn eins og Logi Geirsson, Heimir Örn Árnason, Sigurður Eggertsson, Hjalti Pálmason, Halldór Ingólfsson og Bjarki Sigurðsson, segir í frétt Vísis. Á línunni verður Haraldur Þorvarðarson og þeir Guðlaugur Arnarsson og Sigurgeir Árni Ægisson munu svo sjá um hitan og þungan af varnarleiknum.