Nýjast á Local Suðurnes

ÍAV leggur sjávarlögn fyrir HS orku

HS Orka og Íslenskir aðalverktakar hf. hafa undirritað verksamning um lagningu sjávarlagnar frá orkuverinu í Svartsengi en fyrirtækið átti lægsta tilboð þegar verkið var boðið út. Verkið felst í að leggja um 4,5 km langa stofnlögn frá niðurdælingarsvæði orkuversins við Þorbjarnarfell til sjávar í Arfadalsvík sem er vestan við Grindavík. Lögnin er að mestu niðurgrafin DN 500 mm stálpípa í plastkápu en næst niðurdælingarsvæðinu liggur hún ofanjarðar.

Hsorka iav

Forstjórar fyrirtækjanna handsala samninginn

Lögnin mun liggja um óslétt hraun en byggt verður upp um átta metra breytt vegstæði fyrir vinnuslóða og lögnina. Aðkoma að lögninni að norðan er um vinnuslóð að niðurdælingarsvæðinu en að sunnan um Nesveg sem liggur milli Grindavíkur og Hafna á Reykjanesi. Verkið hefst nú í sumar en áætluð verklok eru næsta vor.