Nýjast á Local Suðurnes

HS Orka og LNS Saga undirrita verksamning um lagningu útrásarpípu

Undirritaður hefur verið verksamningur milli HS Orku og verktakafyrirtækisins LNS Saga um lagningu útrásarpípu fyrir sjávarlögn frá Svartsengi.

Verkið felst í að leggja um 140 m langa DN 600 plasthúðaða stálpípu frá útlofunarbrunni á sjávarkambi í gegnum stórgrýtisfjöru og á haf út. Útrásin er við Arfadalsvík vestan við Grindavík. Endi útrásarpípunnar mun ná 20 m út fyrir meðalstórstraumsfjöru.  Gerður verður skurður í klöppina sem pípan er steypt í og fest niður í með bergteinum.

Verkið verður unnið nú í sumar og eru áætluð verklok í september. Taka þarf mið af veðri og sjávarföllum við framkvæmd verksins.

 

HS Orka - LNS Saga - Ásgeir Margeirsson - Ásgeir Loftsson

Ásgeir Margeirsson forstjóri HS Orku og Ásgeir Loftsson forstjóri LNS Saga eftr að samningar höfðu verið undirritaðir – Mynd: HS Orka.