Nýjast á Local Suðurnes

Lentu flugvélum á Seltjörn

Það var nokkuð óvenjuleg sjón sem blasti við vegfarendum við Seltjörn í dag en þar voru tvær litlar flugvélar að lenda og taka á loft af spegilsléttu frosnu vatninu. Sennilega er þetta sléttasta flugbrautin á landinu í dag en líftími hennar verður þó að öllum líkindum ekki mjög langur.

Frá þessu er greint á vef Grindavíkur, en myndina tók Helga Þórarinsdóttir.