Nýjast á Local Suðurnes

Sumarhúsið komið á sölu

Sumarhús, byggt af nemendum Fjölbrautaskóla Suðurnesja veturinn 2017 til 2018 er komið í söluferli hjá Ríkiskaupum. Húsið er um 56 m² að grunnfleti með millilofti sem reiknast um 7 m² en er um 25 m². Húsið er fullklárað að utan og veggir að innan eru klæddir með gipsi og einnig loft í holi og herbergjum. Loft yfir stofu og risi eru panelklædd. Á gólfi er 22 mm gólfplötur. Húsið er  án endanlegra gólfefna innréttinga og innihurða. Rafmagn er fullklárað með tilbúinni rafmagnstöflu. Húsið er klætt að utan með 32 mm bjálkaklæðningu. Það er einangrað með 200 mm steinull í gólfi, 150 mm ull í útveggjum og þak er einangrað með 200 mm ull. Gluggar eru allir með tvöföldu k-gleri.

Unnið er að lokafrágangi hússins fyrir sölu.

Húsið verður til sýnis í samráði við Gunnar Valdimarsson s: 8995163

Tilboðseyðublað og byggingarlýsing liggja frammi á sama stað og í afgreiðslu Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, sími 530 1400.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is

Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 10.00 fimmtudaginn 31. maí 2018 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska.