Nýjast á Local Suðurnes

Sérsveitin kölluð á Keflavíkurflugvöll

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til aðstoðar lögreglunni á Suðurnesjum á Keflavíkurflugvöll í dag eftir að tilkynning barst flugstöðvardeild lögreglunnar um torkennilegan hlut sem fannst í handfarangri farþega við vopnaleit.

Hluturinn, sem sagður var líkjast handsprengju, var metinn hættulaus eftir skoðun sérsveitarinnat. Lögregla getur þó ekki gefið upp um hvers kyns hlut var að ræða, segir í frétt Vísis.is, sem greindi fyrst frá.