Nýjast á Local Suðurnes

Fjórða tap Grindvíkinga í röð

Grindvíkingar hafa ekki átt sjö dagana sæla undanfarin misseri í Pepsí-deild karla í knattspyrnu, liðið tapaði sínum fjórða deildarleik í röð, nú gegn Víkingi Ólafsvík, í 14. um­ferð deild­arinnar í kvöld.

grindvíkingar óðu í færum í leiknum, en Víkingar skoruðu þó fyrsta markið úr aukaspyrnu strax á annari mínútu. Grindvíkingar sóttu án afláts eftir markið, en öflugur markvörður Víkinga sá við þeim.

Andri Rún­ar Bjarna­son jafnaði leik­inn á 61. mín­útu með fal­legri af­greiðslu eft­ir auka­spyrnu René Joen­sen, sem var að leika sinn fyrsta leik fyr­ir Grind­vík­inga. Víkigar skoruðu sigurmarkið um fimm mínútum síðar, en Grindvíkingar fengu fjölda færa til að jafna leikinn, en tókst ekki.

Eftir tapið í kvöld sitja Grindvíkingar í 5. sæti deildarinnar með 21 stig.