Nýjast á Local Suðurnes

Börnin á Holti kunna öll trikkin í bókinni – Svona gerir maður ef manni langar í kakó!

Krakkarnir á leiksólanum Holti í Reykjanesbæ eru hugmyndarík og það er óhætt að segja að þau kunni listina að bræða hjörtu fullorðna fólksins. Að mati barnanna var það ekki besta ákvörðun leikskólastýrunnar að slá af kakó-dagana í leikskólanum og krakkarnir ákváðu að það þyrfti að gera eitthvað í málunum, en að þeirra mati er kakó mikilvægur hluti fæðukeðjunnar og ætti að vera á borðum að minnsta kosti vikulega, ef ekki oftar.

Boðað var til fundar á elstu deildinni, Dal, og tekin ákvörðun um að færa matráði leikskólans beðni í formi teikninga. Ekki fylgir sögunni hvort kakó verði á borðum leikskólans á ný, en það verður að teljast líklegt að krakkarnir nái sínu fram og fái að minnsta kosti einn kakódag.

kako leikskolinn holt2

kako leikskolinn holt3

 

kako holt4