Nýjast á Local Suðurnes

Lóan er komin – Fuglaljósmyndun vaxandi grein í ferðamennsku – Sjáðu flottar myndir!

Guðmundur Falk, ljósmyndari festi lóu á filmu á Garðskaga

Lóan þykir veðurglöggur fugl og að margra mati er koma hennar merki þess að vor og sumar sé á næsta leiti. Lóan er nú komin til landsins eftir vetursetu í útlöndum. Ljósmyndarinn Guðmundur Falk náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir neðan af vorboðanum flotta í fjörunni á Garðskaga í gærmorgun.

loan komin2

Lóan er komin á Garðskagann og þá er bara að sjá hvort veður fari ekki batnandi

Guðmundur er lunkinn fuglaljósmyndari og hefur náð skemmtilegum myndum af flóru fugla hér á landi í gegnum tíðina, hann sagði í stuttu spjalli við Suðurnes.net að fuglaljósmyndun væri, eins og flest annað, vaxandi grein í ferðaiðnaðinum á Íslandi og að honum bærist fjöldi fyrirspurna um áhugaverða staði til að festa fuglalífið á filmu frá erlendum fuglaljósmyndurum.

Áhugasamir geta haft samband við Guðmund í gegnum Facebook-síðu hans og fengið aðstoð og leiðsögn við fuglamyndatökur, en hann veit um afar góða staði hvar hægt er að ná flottum myndum af sjaldgæfum tegundum.

fuglar gudmundur falk

fuglar gudmundur falk2

fuglar gudmundur falk3

fuglar gudmundur falk4