Nýjast á Local Suðurnes

Víðir í toppbaráttuna eftir sigur á Njarðvík

Heimavöllurinn ætlar að reynast Njarðvíkingum erfiður þetta tímabilið, en liðið tapaði, 1-3, gegn grönnum sínum í Víði Garði þegar þeir síðarnefndu kíktu í heimsókn í kvöld.

Víðsmenn voru sterkari aðilinn í kvöld, þó Njarðvíkingar ættu ágæta spretti inn á milli, Helgi Þór Jóns­son kom gestunum úr Garði yfir á 32. mín­útu en Atli Freyr Ottesen Páls­son jafnaði fyr­ir Njarðvík á 37. mín­útu. Pat­rik Snær Atla­son kom Víði hins veg­ar í 2-1 á 90. mín­útu og Helgi skoraði sitt annað mark í upp­bót­ar­tíma.

Víðir hefur því blandað sér í toppbaráttun af krafti, en liðið situr í fjórða sætinu, tveimur stigum á eftir Njarðvíkingum sem sitja enn um sinn á toppnum með 17 stig.