Gult í kortunum – Hvassviðri og slæmt skyggni

Veðurstofan vekur athygli á veðurviðvörunum fyrir sunnan- og vestanvert landið á morgun mánudag.
Spáð er vaxandi suðaustanátt á morgun og þykknar upp síðdegis. Búist er við suðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu og skafrenningi seinnipartinn á sunnan- og vestanverðu landinu.
Gular viðvaranir hafa verið gefnar út vegna hríðar. Búast má við lélegu skyggni og versnandi aksturskilyrðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.