Nýjast á Local Suðurnes

Pólsk menningarhátíð í Reykjanesbæ

Í tilefni af þjóðhátíðardegi Póllands og 100 ára afmælis sjálfstæðis þjóðarinnar verður haldin Pólsk menningarhátíð í Ráðhúsi Reykjanesbæjar – bókasafni, laugardaginn 10. nóvember 2018  klukkan 13 til 16. Reykjanesbær stendur fyrir hátíðinni í samstarfi við starfshóp íbúa af pólskum uppruna.

Á hátíðinni verður sýning um Pólland og pólska sögu, tónlistaratriði frá Tónlistaskóla Reykjanesbæjar og pólskir þjóðarréttir á boðstólnum.

Viðburðurinn gleður augu, eyru og maga.

Þér er hér með boðið velkomið að gleðjast með okkur af þessu tilefni og þiggja veitingar.