Auglýsa eftir framboðum á framboðslista
Uppstillingarnefnd fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ hefur verið falið að gera tillögu að framboðslista fyrir kosningarnar í vor. Af því tilefni auglýsir nefndin nú eftir framboðum á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar í maí 2018.
Í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum í Reykjanesbæ kemur fram að þeir sem hafa hug á því að taka sæti á framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 skuli senda uppstillingarnefnd skriflega kynningu þar sem þeir kynna sig og sinn bakgrunn auk þess að tilgreina hvaða sæti á lista sóst er eftir.
Frambjóðendur skulu eiga kosningarétt í kosningum til sveitarstjórnar vorið 2018, vera íslenskir ríkisborgarar og fullra 18 ára þegar kosningar fara fram, eiga lögheimili í sveitarfélaginu og vera meðlimir í Sjálfstæðisfélögunum í Reykjanesbæ.
Framboðum skal skilað netfangið: xd2018rnb@gmail.com í síðasta lagi fimmtudaginn 15. febrúar næstkomandi.